Góðir gestir

Hulda og Steini frá Karlskrona komu í heimsókn til okkar eftir að hafa verið nokkra daga í Stokkhólmi.  Steini er mikill vínáhugamaður og á öfundsvert vínsafn.  Hann segist hafa fengið vínáhuga í kringum 1999 og þá fyrst farið að safna ítölskum vínum frá 1997.  Hann á nokkuð vænt safn af þessum frábæra árgangi og tók með sér eina Brunello til að prófa.
Ciacci Piccolomini D’Aragona Brunello di Montalcino Vigna di Pianrosso 1997 er dökkt og þétt að sjá, aðeins farið að þroskast.  Angan af berjum og eik, súkkulaði og jafnvel rúsínum.  Góð fylling, töluvert af tannínum en sýran aðeins og mikil.  Langt og gott eftirbragð.  Vínið er tilbúið til neyslu en á samt nóg inni og Steini getur alveg geymt hinar flöskurnar sínar (segist eiga 3 eða 4 eftir af þessari tegund) í nokkur ár.
Vínið féll eins og flís við rass með lambahrygg með kryddjurtapólentu og villisveppasósu!

Vinir á Facebook