Chateau Ste. Michelle Riesling 2006

Því miður er úrvalið af amerískum vínum frekar dapurt í vínbúðinni minni og nánast fáheyrt að komst yfir vín frá Washingtonfylki, en nú hefur verið hægt að fá þurran Chateau Ste. Michelle Riesling 2006, en sá framleiðandi hefur lengi verið í uppáhaldi hjá mér. Hér á ferðinni unglegt og skemmtilegt vín með angan af eplum, ferskjum og sítrus, í munni góður ávaxtakeimur með sömu eplum og ferskjum og komu í nefið. Þokkalegt eftirbragð sem þó mætti vera aðeins lengra. Gengur ágætlega með sushi. Góð kaup.

Vinir á Facebook