Um Gullinbrú og fleira

Í síðustu viku var ég staddur í San Francisco í USA, skrapp á fund þar. Það var orðið ansi langt síðan ég var síðast þar vestra – nánar tiltekið rúm 17 ár! Auðvitað voru eingöngu „héraðsvín“ á borðum, enda Napa Valley hinu megin við hólinn. Meðal annars prófaði ég ágætis Sauvignon Blanc frá Theira family, mjög litlum framleiðanda í Napa (aldrei heyrt af þeim áður og finn ekkert á netinu). Geyser Peak Cabernet Sauvignon komst einnig í glasið og svo einn Pinot Noir frá Napa, en því miður man ég ekki hvað framleiðandinn heitir (var búinn að vaka í rúmar sólarhring þegar ég smakkaði það).
Ég er á bakvakt um helgina þannig að það verður lítið nýtt prófað þá, en í næstu viku ætla ég að kíkja betur á Nýsjálenskan Pinot Noir frá Saint Clair, sem mér er sagt að sé góður. Meira um það síðar.

Vinir á Facebook