Ha! Nú lék ég á þá!

Já, enn og aftur varð Vínsíðan fyrir árás vefþrjóta/hakkara í dag, en að þessu sinni skipti það ekki miklu máli! Þeir réðust nefnilega á gömlu síðuna sem ég er hættur að nota!!! Sem betur fer ollu þeir þó engum skemmdum því ég á enn eftir að færa ýmislegt yfir á nýju síðuna (hefði þó ekki lent í teljandi vandræðum þó þeir hefðu skemmt meira).
Nýja síðan sem sagt komin í notkun, en ég ætla þó að skipta um mynd hér að ofan, og svo á ég auðvitað eftir að færa eitthvað á annað hundrað víndóma hingað yfir. Ég geri það  smátt og smátt þegar ég er búinn að jafna mig á flensunni.

Vinir á Facebook