Corona de Aragón Reserva 2000

Skógarber, krydd og negull í nefinu. Papriku, sveppa, oregano krydd, sólberja og svört kirsuberja bragð. Ávaxtaríkt og langt eftirbragð.
Það er greinilegt að hægt er að finna gullmola út um allt á Spáni nú orðið. Það sem var svo skemmtilegt við þetta vín er að það er mjög ávaxtaríkt vín, sérstaklega með dökkum berjum frekar en ljósum, sem er sjaldgæft í spænsku Reserva. En vínið er samt flókið á bragðið eins og gott Reserva á að vera. Prófaðu þetta vín með grilluðum grís eða B.B.Q. kjúkling.
(Smakkarinn.is)

Vinir á Facebook