Caliterra Chardonnay 1999

Vín mánaðarins í maí 2001 er Chardonnay árg. 1999 frá Caliterra í Chile, en það fyrirtæki er samstarfsverkefni Eduardo Chadwick og sjálfs Roberts Mondavi, sem hefur verið iðinn við að stofna til samstarfsverkefna með vínframleiðendum hvaðanæva að úr heiminum, og nægir að benda á Opus One, sem er samstarfsverkefni Mondavo og Rothschild-ættarinnar frönsku. Ég smakkaði þetta vín fyrir skömmu og drakk það með Hornfirskum humri, hvítlauksmarineruðum og grilluðum, og það er óhætt að segja að Þetta var frábært par! Perur, vanilla og kryddaður eikarkeimur, skörp sýra en ekki of mikil, góð fylling og ljúft eftirbragð. Þetta er vín sem á að drekka núna en er ekki vænlegt til geymslu. Vínið hentar vel með grilluðum skelfiski, laxi, og ljósu fuglakjöti
Einkunn: 7,0

Vinir á Facebook