Beringer Napa Valley Sauvignon Blanc 1998

Ljóst/fölgult, nokkur dýpt. Í nefið kemur fyrst smjör og perubrjóstsykur, en síðan læðast fram nýslegið gras, sítróna, múskat, vægur útihúsakeimur við þyrlun, lax??? Vínið veitir góða fyllingu í munni, dálítið kryddað en milt, eplakeimur, gott eftirbragð en örlar aðeins á spíra í lokin. Frábært sumarvín, eitt og sér eða með salati og myndi einnig ganga vel með grilluðum fiski.

Vinir á Facebook