Fleiri góð kaup

Undanfarin ár hafa vín frá Nýja heiminum verið í tísku – kröftug vín sem er tilbúin til neyslu nú þegar og þurfa sjaldnast nokkurar geymslu við.  Nú virðist hins vegar Gamli heimurinn (les. Evrópa) aftur vera á uppleið – klassísk, mjúk og fáguð vín úr hefðbundnum þrúgum í stað steratröllanna.  Vín með sögu og hefð – Bordeaux, Bourgogne, Rhone, Rioja, Valpolicella, Toscana, Piemonte…
Hér er stuttur listi frá Mikael Mölstad yfir nokkur góð evrópsk vín á góðu verði.  Mikael gefur vínunum yfirleitt einkunn frá 1 upp í 6 (venjulega sýnt sem tölur á teningi, hér sem t.d. 5/6).  Því miður er aðeins eitt af þessum vínum fáanlegt á Íslandi, en ég ætla að reyna að nota tækifærið á meðan ég er staddur á landinu til að kynna mér betur framboðið í Vínbúðunum, enda löngu kominn tími á að uppfæra innkaupalistann hér til hliðar.

  • Villa Puccini Toscana 1899 ISK/85 SEK – 5/6
  • La Vignée Pinot Noir 109 SEK – 6/6
  • Chateau de Sequin 89 SEK – 5/6
  • Conde de Valdemar Reserva 109 SEK – 5/6
  • Schloss Vollrads Riesling Trocken 99 SEK – 6/6
  • Couvent des Jacobins Bourgogne Blanc 115 SEK – 6/6
  • Sancerre Domaine de la Vaillaudiére 129 SEK – 5/6

Vinir á Facebook