Nýjar pantanir lagðar inn

Ég fékk nýjasta Wine Spectator í hendurnar í gær og eftir smá yfirlegu er ég búinn að panta mér nokkrar spennandi flöskur.  Ég var reyndar í matarboði hjá Keizaranum í gær og þá barst hið stórkostlega Brancaia Tre 2007 (nr. 75501, 149 SEK) í tal.  Við vorum báðir á því að við vildum eiga meira af þessu víni og ákváðum að skipta með okkur kassa.  Ég pantaði líka E. Guigal St. Joseph Rouge 2005 (nr. 73875, 199 SEK), Jean-Louis Chave Côtes du Rhône Mon Coeur 2006 (nr. 75943, 135 SEK) og Jean-Louis Chave Hermitage Blanche 2007 (nr. 75942, 340 SEK).  Annars er þemað í þessu eintaki af Wine Spectator hvernig maður parar saman mat og vín.  Þar eru tilgreinar nokkrar reglur og ráðleggingar, og svo eru nokkrar girnilegar mataruppskriftir.  Ég prófaði eina þeirra í kvöld og grillaði nautasteik, þar sem kryddin voru nánast steikt í olíu í smástund og síðan var kjötið smurt með olíunni áður en kjötið var grillað.  Þetta tókst mjög vel og gefur góð fyrirheit um hinar uppskriftirnar.  Ég hef löngum verið hrifinn af mataruppskriftunum í blaðinu og um daginn gerði ég afbragðsgóðan grænmetisrétt – zucchini í tómatsalsa borið fram með polentu.

Brancaia Tre

Annars er ég að fara til Falun á morgun og verð þar út vikuna.  Kannski að pöntunin verði komin þegar ég kem til baka??

Vinir á Facebook