Drífa sig að panta!

Já, nú er sko að drífa sig að panta réttu vínin áður en topp-100 listinn verður gerður opinber.  Ég pantaði mér einu flöskuna sem fáanleg var í Svíþjóð af Landmark Syrah Sonoma Valley Steel Plow 2006, sem fékk 94 punkta og endaði í 19. sæti.  Ég reyndi að panta mér einu flöskuna sem átti að vera til að víninu í 7. sæti en missti af henni (skv. heimasíðu systembolaget átti að vera til ein flaska í Stokkhólmi en þegar á reyndi virtist hún samt ekki vera til).
Vínin í sætum 54, 55, 62 og 69 eru hins vegar öll fáanleg hérna í Uppsala og á fimmtudag ætla ég að smakka þau öll!  Ég er líka að vonast til að komast yfir vínið í 32. sæti sem fæst heima á Íslandi!
Á morgun verður greint frá vínunum í sætum 10-6 og ég mun fjalla aðeins um þau.  Á fimmtudaginn fjalla ég um vínin í sætum 5-2 og á föstudag um vín ársins ásamt því að birta allan topp-100 listann og greina frá þeim vínum sem eru fáanleg á Íslandi og í Svíþjóð.

Vinir á Facebook