Sjö dauðazindir

Svo gæti maður íslenskað (?) nafnið á rauðvíninu sem ég smakkaði í fyrrakvöld – 7 Deadly Zins heitir það og er, eins og nafnið gefur til kynna, amerískur zinfandel, árgangur 2007. Það hefur hlotið ágæta dóma og Einar Brekkan benti mér á að prófa þetta vín við tækifæri.
Ég eldaði lasagna og ákvað að prófa þetta vín. Það er nokkuð dökkt eins og zinfandel á vanda til, sterkur ávaxtakeimur með brenndum eikartónum og lakkrís. Í munni hefur það nokkuð gott jafnvægi, eikar-, lakkrís og berjabragð sem dálítið tannísku eftirbragði. Einkunn: 7,0.
Í gær eldaði ég svínarif og með því drukkum við Seghesio Zinfandel 2007 og það verður að segjast eins og er að þar er öllu betra vín á ferðinni – zinfandel eins og hann gerist bestur!
Ég kom líka við í vínbúðinni Svövu og keypti mér tvær Tignanello 2006 – 93 punkta vín, enda 2006 á meðal betri árganga hjá Tignanello.

seven

Vinir á Facebook