Pörusteik á danskan máta og góð ábending

Á sunnudaginn eldaði ég pörusteik á danskan máta og var bara nokkuð ánægður með útkomuna, enda ekki á hverjum degi að maður fær slíka steik hér í Svíþjóð (þeir eru vanir að fituhreinsa kjötið aðeins of vel!).  Keizarinn mætti í mat ásamt fjölskyldu sinni og ég held að hann hafi farið saddur heim.
Annars hefur verið frekar rólegt hjá mér þessa viku, lítið um rauðvínssmökkun en ég opnaði þó nýja bjórtegund í kvöld, Falcon Ekologisk Special Brew, sem er gerður úr lífrænt ræktuðu byggi.  Ljós lager, ágætlega beisku en stutt eftirbragð.
Í kvöld fékk ég reyndar ábendingu um vín sem ég ætti að prófa, 7 Deadly Zins, sem eins og nafnið bendir til er amerískur Zinfandel og kostar 119 SEK.  Þar sem ábendingin kemur frá nokkuð traustum aðila hugsa ég að ég skelli mér á það um helgina.  Ég er reyndar að fara á disputationsveislu á föstudaginn (einn félagi minn er að ljúka doktorsprófi) og svo koma mamma, pabbi, Unnur systir og Guðmundur sonur hennar í heimsókn á laugardaginn…

Vinir á Facebook