Laxinn og risottoið

Ég er nokkuð ánægður með mig núna!  Ég eldaði lax (ofnsteiktur við lágan hita – með mango chutney og pistasíuhnetum) og risotto (mitt venjulega risotto) og var ákaflega ánægður með útkomuna, þ.e.a.s. ég er vel saddur núna.  Með þessu drukkum við ekki Joseph Drouhin Chablis eins og áður var getið, heldur Olivier Leflaive Les Sétilles 2007, hvítt búrgúndarvín sem ég varð nokkuð hrifinn af.  Þetta er mjög ljósleitt vín, þægileg angan af sítrónuberki, grasi og vott af mangó.  Vel snarpt í munni, dálítill eikarkeimur en vínið er í góðu jafnvægi og nokkuð þétt eftirbragð.  Einkunn: 8,0 – Góð Kaup.

Olivier Leflaive Les Sétilles 2007
Olivier Leflaive Les Sétilles 2007

Vinir á Facebook