Þetta ættuð þið ekki að drekka!

Um daginn villtist Viña Maipo Cabernet Sauvignon inn til okkar (sænskur nágranni kom með það).  Í gær ákvað ég að smakka og í stuttu máli sagt þá var víninu hellt niður eftir tvo sopa!  Súr óþverri, svona eins og gamall krækiberjasafi.  Lesendum er hér með bent á að forðast þennan óþverra!
Í kvöld ætla ég hins vegar að elda lax og risotto.  Með þessu ætla ég svo að drekka Joseph Drouhin Chablis 2007 og það stefnir því í gott kvöld!

Vinir á Facebook