Tveir íslenskir veitingastaðir fá Award of Excellence

Ég keypti mér Wine Spectator um daginn, hið árlega eintak með veitingahúsalistanum þeirra, og sá þá að nú eru tveir íslenskir veitingastaðir með á listanum.  Auk Fjalakattarins, sem í fyrra fékk útnefninguna Award of Excellence (hin lægsta af þremur útnefningum), hefur nú Einar Ben bæst í hópinn með sömu útnefningu.  Einar Ben þykir þó vera dýr staður þegar kemur að vínum, en Fjalakötturinn telst vera miðlungsdýr (moderate).
Þetta finnst mér hið besta mál, enda þýðir þetta að veitingastaðirnir leggja sig fram við að bjóða upp á góðan vínlista sem hæfir vel með þeim mat sem boðið er upp á og vonandi að fleiri staðir fylgi í kjölfarið – hvar eru t.d. Domo, Vox, Grillið, Holtið?  Reyndar athyglisvert þegar vínlistinn á t.d. Vox er skoðaður að álagningin er ansi mikil þarna – Rosemount GSM kostar 6.680 krónur sem er um 260% álagning miðað við útsöluverð í Ríkinu.  Takk fyrir!

Vinir á Facebook