Góður Guigal

Á föstudaginn eldaði ég ofnbakaðan lax á grænmetisbeði og svepparisotto.  Tókst auðvitað alveg stórkostlega vel og með þessu drukkum við E. Guigal Condrieu 2005 – hreint Viognier líkt og svo mörg önnur hvít rónarvín.  Gullið vín og fallegt í glasi.  Sítrusaldin (einkum greip), eik, smá krydd og steinefnakeimum, fjólur og möndlur – seiðandi ilmur!  Í munni örlítill hunangs- og steinefnakeimur, góð sýra en full mikil eik.  Ákaflega gott vín!

Vinir á Facebook