Ennþá sambandslaus

Það virðist ekki vera nokkur lausn í sjónmáli í deilu TeliaSonera og Cogent Communications, en þessi fyrirtæki eiga í barnalegri deilu um samskipti á Netinu og talast nú ekki við. Það væri svo sem í lagi ef það þýddi ekki um leið að þau loka á öll samskipti notenda sinna við net sem andstæðingurinn tengist, og það þýðir m.a. að ég kemst ekki inn á síðuna mína heiman frá. Er núna á leið heim úr vinnunni og ákvað að skrifa nokkrar línur áður en ég yfirgef húsið.
Páskarnir voru nokkuð góðir matarlega séð. Grillaði, eldaði kalkún og fékk meira að segja hangikjöt! Guigal Côte du Rhone 2004 var það helsta sem drukkið var, einnig Torres Gran Coronas 2004, ágætis vín fyrir lítinn pening.
Nánar um það síðar.

Vinir á Facebook