Ný grein um Rónardalinn

Það hefur farið lítið fyrir vínsmökkun undanfarna daga, þrátt fyrir að ég sé í fríi þessa viku.  Það er einna helst að góðvinur minn Ramos frá Portúgal fái að laumast í eitt glas á kvöldin.  Vonandi verður gerð einhver bragarbót á því um helgina.  Ég lenti í því um daginn að sláttuvélin mín bilaði en sem betur fer þá er hinn norski nágranni minn með talsverðan áhuga á vélum og mótorum og saman tókst okkur að koma sláttuvélinni í lag nú síðdegis.  Að launum færði ég honum flösku af Seghesio Zinfandel 2007, sem er jú eitt af mínum uppáhalds vínum (sem eflaust hefur komið fram í fyrri færslum!).

Ég hef líka verið latur að vinna í bókinni undanfarna daga, en ákvað samt að skella inn einni grein um Rónardalinn hér á síðuna.  Njótið vel!

Vinir á Facebook