Vín dregur úr aukaverkunum geislameðferðar!

Þessu halda ítalskir læknar fram í grein sem birtist í tímaritinu International Journal of Radiation Oncology.  Þeir komust að því að konur sem drukku vín á meðan þær fengu geislameðferð gegn brjóstakrabbameini fengu færri aukaverkanir en þær sem ekki drukku vín.  Geislameðferð er allmennt háttað þannig að geislaskammtinum er skipt upp í marga litla skammta sem gefnir eru daglega á tímabili sem getur verið allt að 7-8 vikur, allt eftir því um hvaða krabbamein er að ræða.  Með því að neyta víns reglulega á þessu tímabili tókst konunum sem sagt að draga úr aukaverkunum meðferðarinnar og þurftu því ekki að taka dýr lyf til þess að draga úr aukaverkunum.  Tilgáta læknanna byggist á hinu svokallaða Miðjarðarhafsfæði, sem byggir á fiskmeti, fitusnauðu kjöti, ávöxtum og grænmeti.  Fituneysla er helst í formi ólífuolíu og lítið er neytt af rauðu kjöti.  Vín tilheyrir líka þessu mataræði, einkum rauðvín, og það var sá hluti sem læknarnir vildu rannsaka nánar, því margar greinar hafa birtst um gagnsemi víns gegn krabbameini, einkum rauðvíns, og hefur athyglin aðallega beinst að s.k. reservatrol, sem einkum er að finna í hýði dökkra vínberja.
Læknarnir komust að því að þær konur sem drukku að jafnaði eitt vínglas á dag fengu minnstar aukaverkanir á húð, 15% á móti 40% í viðmiðunarhópnum sem ekki neytti áfengis.  Með því að drekka eitt vínglas á dag á meðan á geislameðferð stendur er þannig hægt að minnka aukaverkanir á húð um 75% !  Læknarnir taka þó auðvitað fram að frekari rannsóknir séu nauðsynlegar áður en hægt verður að mæla með víndrykkju meðan á geislameðferð stendur.

Vinir á Facebook