Hitabylgjan heldur áfram að bræða mann og við slíkar aðstæður er nauðsynlegt að kæla niður líkamann og forða frá ofþornun. Við ákváðum því að halda áfram með bjórrannsóknir okkar:
Fyrst prófuðum við Dansk Fadöl (10,60 SEK) sem þrátt fyrir nafnið er danskt, áfengismagn 5,0%. Ljóst, daufur ilmur. Bragðlítið og þunnt, gott til að svala þorstanum. Ekki mjög eftirminnilegt en gott í hitanum.
Síðan opnuðum við Bellman 6,0 (13,40 SEK), sænskt öl með áfengismagn 6,0%. Gullið, vottar fyrir hunangi og karamellum í ilmnum. Nokkuð beiskt bragð, örlítill sítruskeimur. Féll ekkert sérstaklega í kramið hjá mér en Keizarinn var ánægður.
Í vikunni leggjum við land undir fót, förum í tjaldferðalag og heilsum upp á kunningja í suður-Svíþjóð. Meira um það síðar.