Fjöruborið á Stokkseyri

Um daginn fór ég í rútuferð á Stokkseyri!  Eflaust er þetta í fyrsta skipti í hátt í 30 ár sem ég fer í rútuferð á Stokkseyri.  Ég hélt að ég væri að fara út að borða með íslenskum kollegum mínum en komst svo að því að það voru nokkrir skandinavar sem ætluðu með – svo margir að það þurfti tvær rútur undir hópinn!  Stefnan var svo tekin á Þrengslin, yfir Ölfusárósa og á veitingastaðinn Fjöruborðið.  Sá staður er með mjög einfalt konsept – það er bara einn réttur á matseðlinum:  Humar og nóg af honum!  Með þessu fengum við ítalskt hvítvín að nafni Montalto (að því er mér sýndist), nánar tiltekið frá Sikiley en ég sá ekki almennilega hvað þetta var – fannst þó líklegast af bragðinu að þetta væri Chardonnay.
Þarna sátum við við langborð og átum humar eins og við áttum lífið að leysa!  Hvílíkt lostæti!  Eftirrétturinn var svo nokkuð góð súkkulaðikaka, en í raun og veru þarf maður ekki mikinn eftirrétt eftir allt humarátið.  Svíarnir og norðmennirnir sem sátu við mitt borð voru mjög imponeraðir, höfðu sennilega aldrei komist í aðra eins veislu.

Vinir á Facebook