Árshátíðin framundan

Árshátíð Vínklúbbsins er framundan og líkt og venjulega missi ég af henni þar sem ég er búsettur í röngu landi. Hins vegar er ég að hugsa um að sameinast félögunum í anda og elda svipaðan/sams konar mat og boðið verður upp á í veislunni og reyna líka að ná mér í sömu vín og þeir verða með. Ég geri ráð fyrir að ýmislegt þurfi að sérpanta en ýmislegt má nú leggja á sig fyrir slíka veislu. Nú bíð ég bara eftir upplýsingum um mat- og vínseðil…

Vinir á Facebook