Vídeósmakk?

Ég leit inn á Smakkarinn.is í morgon og sá að Stefán mælir með áhugaverðu þýsku freyðivíni, Sander Riesling Trocken freyðivín 2005, sem víni mánaðarins í apríl 2008. Það er athyglisvert, ekki minnst fyrir þær sakir að Stefán segist almennt ekki vera hrifinn af þýskum freyðivínum (finnst þau meira að segja vond!).  Það sem mér þótti þó allra merkilegast var þó að Stefán er búinn að setja inn myndband (geymir þau á YouTube og tengir svo inn á síðuna sína) þar sem hann fjallar aðeins um vínið sem á að smakka og svo sést hann lykta og smakka, og að lokum spýta víninu í þar til gerðan dall.  Ég verð að segja eins og er að ég er ekki alveg að fíla þetta hjá honum.  Ekki fyrir hversdagslega smökkun.  Mér finnst það ekki bæta neinu við skriflega umsögn og á þessum 5 mínútum sem fara í að horfa á hvert myndband er hægt að gera ýmislegt annað.  Skil svo ekki alveg afhverju hann er líka með enska útgáfu!  Það væri hins vegar fínt framtak ef hann hefði sett inn kennslumyndband í smökkun.  Vínsíðan hyggur ekki á myndbandagerð að svo stöddu!

Vinir á Facebook